1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

×

Viðvörun

Klassi SimpleCalendarModelEvents fannst ekki í skránni

Tungumálatorg í Ingunnarskóla

Ritað .

í tilefni af Alþjóðadegi móðurmálsins sem var 21. febrúar settum við í dag upp tungumálatorg á bókasafninu sem við köllum „lifandi tungumál“. Nemendur fengu tækifæri til að kynnast tungumálum annarra barna í skólanum eða að kenna öðrum tungumálið sitt. Tungumálin voru eftirfarandi: Rússneska, pólska, sænska, danska, tælenska, þýska, enska, indónesíska, portúgalska, víetnamska, spænska og japanska.

Þeir nemendur sem hafa tungumálin sem móðurmál eða tengsl við þau gegnum fjölskyldu sína kenndu öðrum nemendum nokkur orð og setningar, sýndu bækur, ljósmyndir, spiluðu tónlist og annað sem var spennandi að kynna.

Lifandi tungumál í kennslu.

Fleiri myndir er að finna í myndasafni.

20160223 094134 Large

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |