Ingunnarskóli í sumarleyfi

Ritað .

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 22. júní og opnar aftur að loknu sumarleyfi 4. ágúst.

Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst 2016.  Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra í ágúst.

Starfsfólk Ingunnarskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á liðnu skólaári.

sunny weather clipart sunny07

Skólaslit 2016

Ritað .

Útskrift 10. bekkjar verður á miðvikudaginn 8. júní klukkan 18:00 og verður hátíðleg dagskrá af því tilefni á sal skólans. Til siðs hefur verið að foreldrar leggi til veitingar á kaffiborðið en skólinn býður upp á kaffi og gos. Foreldrar nemenda í 10. bekk hafa fengið upplýsingar varðandi það í tölvupósti.

Skólaslit verða 9. júní hjá 1.-9. bekk. 1.-5. bekkur mætir kl. 10:00 og 6.-9. bekkur kl. 10:30.

Byrjað verður á sal með stuttri formlegri dagskrá, söng og gleði. Síðan halda nemendur í heimastofu og kveðja umsjónarkennara og starfsmenn. 

Við vonumst til að sjá sem flesta foreldra með börnum sínum á skólaslitunum.

kindergarten graduation graphics clipart 1

Íþróttadagurinn

Ritað .

Hinn árvissi íþróttadagur var haldinn í Ingunnarskóla í dag.  Við vorum nú aldeilis heppin því veðrið lék svo sannarlega við okkur í dag.  Dagurinn var einstaklega skemmtilegur en nemendum 1.-5. bekkjar var skipt upp í hópa og nutu allir þess að vera úti í við skemmtilegar þrautir og leiki sem voru á mörgum stöðvum.  

Nemendur 6.-7. bekkjar fóru niður í Leirdal þar sem þau hittu nemendur 6.-7. bekkjar úr Dalskóla.  Þar fórum þau í leiki og kepptu í ýmsum íþróttagreinum.

Nemendur 8.-9. bekkjar voru í alls kyns íþróttakeppnum inn í íþróttasal.

Í lok dagsins söfnuðust allir saman á skólalóðinni, tóku þátt í danskeppni og gæddu sér á grilluðum pylsum.  

Myndir frá íþróttadeginum er að finna í myndasafni skólans.

ithrottadagur 094 Large

Íþróttadagur

Ritað .

Hinn árlegi íþróttadagur verður haldinn næstkomandi föstudag, 3. júní, í Ingunnarskóla.  Mæting er kl. 8:50 hjá 1.-7. bekk eins og aðra föstudaga og hefst dagskráin kl. 9:00.  ATH 8.-9. bekkur á að mæta kl. 9:00.

1.-5. bekkur verður í íþróttastöðvum úti við í hópum og því mikilvægt að allir komi klæddir skv. veðri.  Það er góð veðurspá í kortunum og mun veðrið því vonandi leika við okkur.

6.-7. bekkur fara í Paradísardal og munu þar hitta nemendur Dalskóla og taka þátt í dagskránni með þeim.

8.-9. bekkur verður með bekkjarkeppnir í íþróttasal.

Dagurinn endar svo með grillveislu á lóð skólans.  Þetta er skertur dagur og munu nemendur fara heim um tólfleytið.  

Þeir nemendur sem fara í Stjörnuland munu vera í skólanum þangað til starfsmenn Stjörnulands sækja þau.

avopix 154086662

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |