Foreldraviðtöl og vetrarfrí

Ritað .

Þriðjudaginn 18. október eru foreldraviðtöl í skólanum og því er engin kennsla þann dag. Viljum benda foreldrum á að nemendur 2.-10. bekkjar eiga að mæta í viðtölin með foreldrum sínum (6.-7.b MS Margrét María verður með viðtöl eftir vetrarfrí). Nú ættu allir að vera búnir að bóka tíma en ef það hefur eitthvað misfarist þá endilega hafa samband við skólann.

Dagana 19.-24. október er síðan starfsdagur og vetrarfrí í Ingunnarskóla og því enginn skóli þá daga. Kennsla hefst aftur skv. stundatöflu þriðjudaginn 25. október.  

Við vonumst til að nemendur njóti leyfisins sem allra best og komi hressir og kátir í skólann að loknu leyfi.

Parents day celebration clipart

8.b vinnur með góðvild

Ritað .

Sonja Lyubomirsky, sálfræðingur frá Háskólanum í Riverside, hefur komist að því í rannsóknum sínum að eitt af því sem getur aukið hamingjuna er að gera góðverk. Að rétta öðrum hjálparhönd óumbeðið og gefa af sér fær mann til að líða vel í hjartanu. Góðverk þurfa ekki að vera eitthvað stórvægilegt því að það er hugurinn sem skiptir öllu. Það þarf oft lítið til að skapa ómælda gleði.

Með því að gera góðverk getum við gert heiminn örlítið betri.Nemendur í 8. bekk lögðu sitt af mörkum í dag en þau skrifuðu jákvæð skilaboð á miða sem þau skreyttu og fóru svo á bókasafnið og settu inn í bækur að eigin vali. Þessi skilaboð munu svo gleðja aðra nemendur þegar þeir taka bókina á leigu og finna þessi jákvæðu skilaboð inn í bókinni.

Fleiri myndir í myndasafni.

14741833 10211032488194346 1107542085 n

Tankadagurinn

Ritað .

Í dag var Tankadagurinn haldinn hátíðlegur. Byrjað var á samveru kl. 9 með skemmtiatriðum m.a. frá nemendum 10. bekkjar. Óvæntur gestur mætti síðan en söngvarinn Jón Jónsson tók lagið fyrir nemendur og starfsfólk og sló ærlega í gegn.

Nemendum hafði verið skipt í aldursblandaða hópa sem fóru á milli stöðva þar sem boðið var upp á alls kyns skemmtileg verkefni  eins og kökuteikningar, dansleikir, íþróttafjör, bingó, spurningakeppni, byggja tanka og þrautaleikir. 

Nemendur í 10. bekk aðstoðuðu á stöðvum og í hópunum mjög vel. Hápunktur dagsins var kökukeppnin sem nemendur í 6.-10. bekk gátu tekið þátt í og bárust margar flottar og girnilegar kökur og átti dómnefndin mjög erfitt með að velja þrjár bestu kökurnar. Að lokum var boðið upp á pylsur og safa og allir fóru glaðir heim eftir góðan dag. 

Fleiri myndir hér og hér.

IMG 0042 Large

Forvarnardagurinn

Ritað .

Í ár er ellefta árið sem Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Dagurinn er haldinn í samvinnu við ýmsa aðila sem koma, með einum eða öðrum hætti, að málum unglinga. Dagskrá fer fram í 9. bekkjum grunnskóla um land allt þar sem nemendur eru beðnir að taka virkan þátt í umræðum um forvarnir.

Nemendur í 9. bekk í Ingunnarskóla létu sitt ekki eftir liggja og tóku virkan þátt í verkefnum og umræðum.

Fleiri myndir í myndasafni.

14677928 10210977581141704 1507382194 o

 

Íslandsmeistari í skák

Ritað .

Um helgina fór fram Íslandsmót ungmenna í skák í Rimaskóla í Grafarvogi. Frá Ingunnarskóla fóru góður hópur sem stóð sig vel.

Hann Jökull Bjarki Elfu Ómarsson 3. ML, sigraði í flokki 8 ára og yngri með fullt hús stiga og varð hann því Íslandsmeistari í þessum flokki. 

Aldeilis glæsilegur árangur hjá honum Jökli Bjarka og óskum við honum innilega til hamingju með titilinn.

skakJökull Bjarki með verðlaunin. Mynd: Ómar Örn Jónsson

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |