1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Ingunnarskóli í páskaleyfi

Ritað .

Nemendur fara í páskaleyfi eftir föstudaginn 7. apríl og hefst skólastarf aftur þriðjudaginn 18. apríl. Skrifstofa skólans verður lokuð í páskaleyfinu.

Með von um að nemendur og fjölskyldur þeirra eigi gleðilega páskahátíð,

Starfsfólk Ingunnarskóla

row yellow baby easter chicks border 4026216

Á skólalóð

Ritað .

Minnum á að notkun hjóla, hjólabretta, hlaupahjóla, línuskauta og rúlluskauta er ekki leyfilegt á skólalóð á skólatíma vegna slysahættu. Æskilegast væri að skilja hjólabretti eftir heima.

Minnum sömuleiðis alla á að nota hjálma sem koma hjólandi í skólann. 

utimynd

Verkefni til að minnka sóun í skólanum

Ritað .

Mánudaginn 27. mars hófst verkefni sem á að stuðla að minni sóun í skólanum og er það hluti af vinnu sem tengist Grænfánanum og menntun til sjálfbærni.

Verkefnið tengist þemanu um neyslu sem snýr að því að skoða hverjar séu raunverulegar þarfir okkar. Þurfum við allan þennan mat, föt, hluti? Hvaðan kemur þetta allt? Er þetta framleitt á Íslandi eða annars staðar? Hvað verður um það sem við erum hætt að nota? Getum við minnkað neyslu okkar? Hvað felur það í sér? Minnka lífsgæðin um leið og við minnkum neysluna? Hvaða hlutir skipta okkur raunverulegu máli í lífinu?

Þessa viku ætlum við að vigta alla matarafganga eftir hádegismat á hverjum degi hjá hverju svæði fyrir sig. Nemendur vinna síðan með niðurstöðurnar á mismunandi hátt og skoða meðal annars hvað hægt sé að gera til að minnka matarsóun.  

Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður fyrstu vigtunar en samtals var hent 18,358 kílóum af mat. Það má velta fyrir sér hvað hægt væri að gera við þá fjármuni sem þarna fóru í ruslið?

matarsóun1

 

Kaffispjall

Ritað .

Framundan er morgunspjall með foreldrum allra árganga í Ingunnarskóla eins og við höfum haft undanfarin ár.  Við hefjum kaffispjallið með foreldrum nemenda 1. bekkjar mánudaginn 3. apríl. Markmiðið með fundunum er að foreldrar fái tækifæri til að tjá sig um skólastarfið við stjórnendur og hitta aðra foreldra.  

Morgunspjallið verður á kaffistofu starfsmanna í stjórnunarrými skólans frá kl. 8:15-9:00.

     • Mánudaginn 3. apríl er spjall fyrir foreldra í 1.b.
     • Þriðjudaginn 4. apríl er spjall fyrir foreldra í 2.-3.b. 
     • Miðvikudaginn 5. apríl er spjall fyrir foreldra í 4.-5.b.
     • Fimmtudaginn 6. apríl er spjall fyrir foreldra í 6.-7.b.
     • Föstudaginn 7. apríl er spjall fyrir foreldra í 8.-10.b.

Með von um að sem flestir hafi tækifæri á að koma.

coffee clip art coffee clipart 5

Hjólakraftur

Ritað .

Það voru hressir krakkar úr unglingadeildinni sem mættu í fyrsta tíma Hjólakrafts í Ingunnarskóla í dag. Hjólað verður tvisvar í viku, miðvikudaga kl. 8:30 til 9:30 og föstudaga kl. 9:30 til 10:30. 

Hjólakraftur er félag sem heldur námskeið fyrir ungt fólk á öllum aldri. Fyrstu námskeiðin voru haldin sumarið 2012 af þeim Valda og Eiríki Árnasyni sjúkraþjálfara. Þá var Valdi framkvæmdastjóri hjá stuðningsfélaginu Krafti og þaðan kemur í raun nafnið á félaginu. Hugmyndin var að hitta fyrir fólk sem var að tapa í baráttunni fyrir hinum ýmsu lífsstílssjúkdómum. Með góðu samstarfi við Heilsuskólann á LSH urðu til hópar af krökkum sem langaði að taka þátt í að hjóla.

Þeir héldu áfram sumarið 2013, áfram í góðu samstarfi við Heilsuskólann, og það sumar varð til hugmyndin um að fara í WOW-cyclothon árið eftir. Áfram verður haldið núna og svo sannarlega er samstarfið við Heilsuskólann áfram frábært, enda ekkert minna en stórkostlegt starf sem þar er unnið. Það sem hefur breyst er það að allir geta haft samband og óskað eftir því að vera með. Það er auðvitað von okkar að ná til sem flestra þeirra sem ekki finna sig í öðrum íþróttum, langar að gera eitthvað en vita ekki hvað eða hvernig, þannig að þeir nái að koma sér af stað.

Þess má geta að Reiðhjólaverslunin Örninn hefur verið afar hjálpleg við okkur í Hjólakrafti og hefur frá upphafi lagt lið með ýmsum hætti, eins og t.d með því að lána hjól þegar á hefur þurft að halda. Án slíks stuðnings væri ansi erfitt að halda svona starfi áfram.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Myndir frá hjólaferðinni eru komnar inná myndasafn.

DSCN0616 Large

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |