Foreldraviðtöl og frammistöðumat

Ritað .

Miðvikudaginn 25. janúar verða foreldraviðtöl í Ingunnarskóla. Nemendur eiga að mæta með foreldrum sínum í viðtölin. 

Foreldrar eiga sjálfir að skrá sig á þann tíma sem þeim hentar best og er það gert í gegnum Mentor. Mikilvægt er að foreldrar dragi það ekki lengi að skrá sig í viðtölin því annars gæti tímasetningin sem hentar ykkur best verið bókuð.

Í foreldraviðtölum 2.-10. bekkjar verður farið yfir Frammistöðumat hvers nemanda. Nemendur og foreldrar verða því að fylla út slíkt mat og er það sömuleiðis gert í Mentor. 

Opið verður fyrir skráningu í foreldraviðtölin og til að skrá Frammistöðumatið til og með þriðjudeginum 24. janúar. 

Ingunnarskólapeysurnar vinsælar

Ritað .

Það var gaman að sjá bleikar verur svífa um ganga skólans þegar Ingunnarskólapeysurnar voru afhentar. Fleiri myndir í myndasafni.

ingunn1ingunn2
ingunn3ingunn4

 

Starfsdagur

Ritað .

Við minnum á að mánudaginn 16. janúar er starfsdagur í Ingunnarskóla og því engin kennsla þann dag.

Upptakturinn

Ritað .

Upptakturinn – Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna er spennandi verkefni á vegum Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og RÚV.  

Upptakturinn leggur áherslu á að hvetja börn og unglinga til að semja sína tónlist og senda inn tónsmíð, eða drög að tónverki. Dómnefnd sem skipuð er fagmönnum velur úr innsendum hugmyndum.  

Þau verk sem valin eru, verða fullunnin í vinnustofu með aðstoð tónskálda og fagfólks í tónlist. Vinnustofan fer fram í Listaháskóla Íslands og í Hörpu, dagana 10.–18. mars 2017. Tónverkin verða flutt á metnaðarfullri og glæsilegri tónleikadagskrá í Kaldalóni í Hörpu þann 25. apríl 2017, sem er upphafsdagur Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Hljóðfæraleik og framkvæmd annast fagfólk í tónlist. Öll verkin sem flutt verða á tónleikunum hljóta tónsköpunarverðlaunin Upptaktinn 2017.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Upptaktsins: harpa.is/upptakturinn og á facebooksíðu Upptaktsins.

Nánari upplýsingar veitir Elfa Lilja Gísladóttir á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 6996789

kkk

Ingunnarskólapeysurnar tilbúnar

Ritað .

Gleður okkur að tilkynna að peysurnar eru loksins komnar í hús. Krakkarnir geta sótt þær á skrifstofu skólans frá og með morgundeginum, 4. janúar.

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |