Kynningarfundur fyrir foreldra 1. bekkjar

Ritað .

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 1. bekk Ingunnarskóla  verður haldinn miðvikudaginn 31. ágúst klukkan 18:00-20:00 á sal skólans.

Hlökkum til að hitta ykkur og spjalla saman um starfið í vetur.

kynningarfundur

Skólasetning 2016

Ritað .

Skólasetning Ingunnarskóla verður mánudaginn 22. ágúst. 

     6.-10. bekkur mætir kl. 11:30

     2.-5. bekkur mætir kl. 12:30 

Eftir skólasetningu fara nemendur inn á svæðin, hitta sína umsjónarkennara og fá stundatöflur afhentar. 

Nemendur sem eru að byrja í 1. bekk munu vera boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum til umsjónarkennara mánudaginn 22. ágúst. Þeir foreldrar annarra nemenda sem hug hafa á að hitta umsjónarkennara sérstaklega er bent á að hafa samband við hann.

Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst.

Minnum á að innkaupalista fyrir skólaárið 2016-2017 er að finna hér.

Ingunnarskóli í sumarleyfi

Ritað .

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 22. júní og opnar aftur að loknu sumarleyfi 4. ágúst.

Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst 2016.  Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra í ágúst.

Starfsfólk Ingunnarskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á liðnu skólaári.

sunny weather clipart sunny07

Skólaslit 2016

Ritað .

Útskrift 10. bekkjar verður á miðvikudaginn 8. júní klukkan 18:00 og verður hátíðleg dagskrá af því tilefni á sal skólans. Til siðs hefur verið að foreldrar leggi til veitingar á kaffiborðið en skólinn býður upp á kaffi og gos. Foreldrar nemenda í 10. bekk hafa fengið upplýsingar varðandi það í tölvupósti.

Skólaslit verða 9. júní hjá 1.-9. bekk. 1.-5. bekkur mætir kl. 10:00 og 6.-9. bekkur kl. 10:30.

Byrjað verður á sal með stuttri formlegri dagskrá, söng og gleði. Síðan halda nemendur í heimastofu og kveðja umsjónarkennara og starfsmenn. 

Við vonumst til að sjá sem flesta foreldra með börnum sínum á skólaslitunum.

kindergarten graduation graphics clipart 1

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |