1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11

Beiðni frá bókasafni Ingunnarskóla

Ritað .

Ef þið eigið nýlegar barna- og unglingabækur sem þið eruð hætt að nota og ætlið jafnvel að henda, þá gæti skólasafn Ingunnarskóla sannarlega nýtt þær til að auka úrvalið og fjölga eintökum.

Eftirfarandi bækur eru sérstaklega vel þegnar:

Bækur eftir Gunnar Helgason, Hildi Knútsdóttur, Ævar Þór Benediktsson og David Walliams en einnig er frábært ef einhver lumar á bókum eftir Guðrúnu Helgadóttur, Þorgrím Þráinsson, Roald Dahl og Astrid Lindgren. Vinsælar bækur eins og Harry Potter, Hobbitinn, Hringadróttins saga, Rökkurhæðir, Óvættaför, bækurnar um Kidda klaufa, Leyndarmál Lindu, Kaftein ofurbrók og Skúla skelfi eru einnig afar vinsælar sem og bækur um íþróttamenn og -félög.

Svo væri ekkert verra að auka úrvalið af spennu- og glæpasögum fyrir eldri nemendur sem og nýjum bókum á ensku.

Þessi listi er langt því frá tæmandi. Ef þið hafið spurningar hikið þá ekki við að hafa samband við skólasafnið.

bunch of books clipart book clip art

Valgreinar næsta vetur

Ritað .

Í dag fengu nemendur í 7. 8. og 9. bekk afhent eyðublöð til útfyllingar vegna valgreina næsta vetur. Kynningarbæklingar voru sendir foreldrum í tölvupósti á samt eyðublöðum. Skila þarf útfylltum valblöðum í síðasta lagi mánudaginn 8. maí.

Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu skólans.

Löng helgi

Ritað .

Við minnum á að mánudaginn 1. maí er frídagur í Ingunnarskóla og því engin kennsla þann dag. Vonandi ná nemendur að njóta þess að eiga langa helgi.

Skóli hefst svo að nýju skv. stundatöflu þriðjudaginn 2. maí.

Ingunnarskóli í páskaleyfi

Ritað .

Nemendur fara í páskaleyfi eftir föstudaginn 7. apríl og hefst skólastarf aftur þriðjudaginn 18. apríl. Skrifstofa skólans verður lokuð í páskaleyfinu.

Með von um að nemendur og fjölskyldur þeirra eigi gleðilega páskahátíð,

Starfsfólk Ingunnarskóla

row yellow baby easter chicks border 4026216

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |