Ingunnarskóli á Grunnskólamóti í knattspyrnu

Ritað .

Dagana 26.september til 1.október fer Grunnskólamót KRR í knattspyrnu fram í Egilshöllinni í Grafarvogi. Keppt er í tveimur árgöngum 7.bekk og 10.bekk. Ingunnarskóli sendir lið í 7. og 10. bekk drengja að þessi sinni. Nemendur 10.b leika fimmtudaginn 29. september en lið 7.b keppti þriðjudaginn 27. september.  

Liðið, sem er skipað drengjum úr 7.b ásamt tveimur stúlkum og Jakobi og Matta íþróttakennurum, gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum riðli gegn sterkum andstæðingum. Þau spila því til úrslita á laugardaginn. Aldeilis frábær árangur hjá þeim.

Liðið var dyggilega stutt af samnemendum sínum en þau fjölmenntu á svæðið og studdu sitt lið. Gaman að sjá hvað þetta var samheldinn hópur. Fögnuðurinn var mikill þegar úrslitin réðust í síðasta leiknum.

liðsmynd

Framkvæmdir á skólalóð

Ritað .

Nú er vinna við nýja skólalóð að fara af stað en áætlað er að vinna hefjist fimmtudaginn, 29.sept. Á teikningunni sést áætluð girðingu til afmörkunar vinnusvæðis, og síðan staðsetning áherslumerkinga á gangstígum þar sem vinnuvélar þurfa að vera.

Stærsta hluta skólalóðarinnar verður lokað eins og kemur fram á teikningunni en við höldum battavellinum. Við munum því beina börnunum í leik austan megin við battavöllinn. 

Það á að vinna þetta mjög hratt og ef veður verður gott og allt gengur samkvæmt áætlun á að vera hægt að ljúka þessum framkvæmdum fyrir 1. desember miðað við þær upplýsingar sem við höfum fengið.

Viljið þið ræða þessar væntanlegu framkvæmdir vel við börnin ykkar og láta þau vita að það sé stranglega bannað að fara inn á vinnusvæðið meðan á framkvæmdum stendur. Það þarf að höfða vel til þeirra og biðja þau að hjálpa til við að láta þetta ganga vel og hvað við getum verið þakklát fyrir það að skólinn okkar sé að fá nýja lóð með spennandi leiktækjum.

framkvaemdir.jpg

 

Rósaball

Ritað .

Fimmtudaginn 22.september næstkomandi, verður Rósaball Ingunnarskóla haldið í skólanum frá kl. 20 - 23. Rósaballið er tækifæri fyrir eldri nemendur unglingadeildar til að bjóða nemendur í 8.bekk velkomin í unglingadeildina og munu því nemendur í 10.bekk sækja krakkana í 8.bekk heim það kvöldið og bjóða þau velkomin. 

Rósaballið sjálft verður svo frá kl. 20 - 23 og munu góðir gestir úr unglingadeild Dalskóla kíkja á heimsókn á ballið. Starfsmenn Ingunnarskóla, Dalskóla og Fókus verða í skólanum á ballinu til að hafa auga með hópnum en nemendur sjá sjálfir um að spila tónlist og halda uppi fjörinu.

rose clip art border 9tpbdbj8c png FAqr8X clipart

Forvarnarfræðsla

Ritað .

Forvarnarfræðsla Magnúsar Stefánssonar fór fram í skólanum 7. september. Magnús hitti nemendur í 8. til 10. bekk um morguninn og var svo með fund með foreldrum um kvöldið. Fræðsla Magnúsar á svo sannarlega erindi við foreldra og voru þeir foreldrar sem mættu mjög ánægðir með fræðsluna og umræðuna sem fór fram. Yfir 200 foreldrar eiga börn í unglingadeild og af þeim mættu 20 foreldrar á fræðsluna. Samvinna og samtal heimilis og skóla skiptir miklu máli. Skólabragur og vellíðan nemenda ásamt skuldbindingu þeirra til náms, verður betri þegar foreldrar og skóli vinna saman.

Ég hvet ykkur til að mæta vel á næsta foreldraspjall unglinga og eins að fjölmenna á spjallfundi sem settir verða af stað í byrjun október.

magnus

Ingunnarskóli hlýtur Menningarfána Reykjavíkur

Ritað .

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í dag  Ingunnarskóla, Gullborg og Sæborg Menningarfána Reykjavíkurborgar fyrir framúrskarandi menningarstarf með börnum og ungmennum. Sjá nánari frétt hér.

Menningarfáni afhending

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |