Vetrarfrí og starfsdagur

Ritað .

Dagana 20. og 21. febrúar er vetrarfrí í skólanum og miðvikudaginn 22. febrúar er starfsdagur. Þessa daga er engin kennsla í Ingunnarskóla. Kennsla hefst síðan aftur skv. stundatöflu fimmtudaginn 23. mars.

Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir borgarinnar bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu, nánari upplýsingar er að finna hér.

Við óskum nemendum og starfsfólki skólans ánægjulegra vetrarfrísdaga. Við vonumst til að nemendur njóti leyfisins sem allra best og komi hressir og kátir í skólann að því loknu.

friends and family clip art family together png WPd4Ta clipart

Reykjavíkurskákmót grunnskólasveita 2017

Ritað .

Reykjavíkurmótið var haldið mánudaginn 6. febrúar. Þátttökulið voru 28 fjögurra manna sveitir frá 14 skólum. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími var 8 mínútur að viðbættum 4 sekúndum á hvern leik.

A-sveit Laugalækjarskóla vann yfirburðasigur, hlaut 26,5 vinninga af 28 mögulegum( 95%). Í öðru sæti varð A-sveit Rimaskóla með 19,5 vinninga og B-sveit sama skóla lenti í því þriðja með 17,5 vinninga. Þrjár efstu stúlknasveitirnar voru Rimaskóli S með 16 vinninga, Háteigsskóli S með 13,5 vinninga og Foldaskóli S með 12 vinninga.

Þrjár sveitir mættu til leiks frá Ingunnarskóla. A-sveitin varð í 9. sæti með 15,5 vinninga. B-sveitin fékk 9,5 vinninga í 26. sæti og C-sveitin 4,5 vinninga í 28. sæti. 

A-sveitin: Guðmundur Peng Sveinsson 6. bekk, Magnús Hjaltason 6. bekk, Guðni V. Friðriksson 5. bekk og Gunnar Páll Kristjánsson 3. bekk. 

B-sveitin: Nóel Vilbergsson 3. bekk, Sigurður H. Pétursson 3. bekk, Kristófer T. Gíslason 3. bekk og Sveinbjörn Runólfsson 3. bekk.

C-sveitin: Aron D. Jónsson 3. bekk, Silja K. Gunnarsdóttir 3. bekk, Kristín M. Helgadóttir 3. bekk, Berglind Reynisdóttir 3. bekk og Sölvi Dan Kristjánsson 1. bekk varamaður.

Eins og sést voru liðsmenn B- og C-sveitanna býsna ungir og því erfitt að etja kappi við ýmsa eldri andstæðinga sem voru jafnvel á sextánda ári.  

Það þyrfti að breyta þessu fyrirkomulagi og aldursskipta Reykjavíkurskákmótum í framtíðinni.  En nú er tækifæri fyrir yngri skákmenn að láta ljós sitt skína því Íslandsmót grunnskólasveita, 1.-3. bekkur, fer fram 25.febrúar 2017.

Sjá nánar á skak.is

                                                   Gunnar Finnsson skákkennari

 

Menningarmót í 5. og 9. bekk

Ritað .

Í gær voru haldin menningarmót í 5. og 9. bekk. Þar sýndu nemendur og kynntu menningu sína og áhugamál á lifandi hátt.  

Hver nemandi var með sitt svæði þar sem hann sýndi ýmislegt sem honum er mikilvægt. Gaman var að sjá hversu mismunandi áhugamálin eru hjá krökkunum. 

Þetta var virkilega skemmtilegur viðburður og eiga 5. og 9. bekkingar hrós skilið.

Fleiri myndir er að finna í myndasafni.

DSCN0592

Hvatningarverðlaun fyrir framsækið grunnskólastarf

Ritað .

Skóla- og frístundasvið auglýsir eftir tilnefningu til hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs vegna grunnskóla í Reykjavík.

Allir geta tilnefnt til verðlaunanna; foreldrar, kennarar, ömmur og afar, borgarstarfsmenn, leikskólar, grunnskólar, frístundamiðstöðvar, aðrar stofnanir og samtök.  Við val á verðlaunahöfum verður haft til hliðsjónar að verkefnið sé öðrum til eftirbreytni og hvatning til góðra verka, svo og að fjölbreytt verkefni fái viðurkenningu.  Þrjú verkefni sem skara fram úr verða verðlaunuð.

Hvatningaverðlaun skóla- og frístundaráðs vegna grunnskóla verða afhent á Öskudagsráðstefnunni 1. mars nk. og felast í viðurkenningarskjali og verðlaunagrip sem starfsstaðurinn fær til eignar.

Eyðublað og frekari upplýsingar eru á heimasíðu skóla- og frístundasviðs, www.skolarogfristund.is og er skilafrestur til 6. febrúar 2017.  Tilnefningar sendist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |