Hjólakraftur

Ritað .

Það voru hressir krakkar úr unglingadeildinni sem mættu í fyrsta tíma Hjólakrafts í Ingunnarskóla í dag. Hjólað verður tvisvar í viku, miðvikudaga kl. 8:30 til 9:30 og föstudaga kl. 9:30 til 10:30. 

Hjólakraftur er félag sem heldur námskeið fyrir ungt fólk á öllum aldri. Fyrstu námskeiðin voru haldin sumarið 2012 af þeim Valda og Eiríki Árnasyni sjúkraþjálfara. Þá var Valdi framkvæmdastjóri hjá stuðningsfélaginu Krafti og þaðan kemur í raun nafnið á félaginu. Hugmyndin var að hitta fyrir fólk sem var að tapa í baráttunni fyrir hinum ýmsu lífsstílssjúkdómum. Með góðu samstarfi við Heilsuskólann á LSH urðu til hópar af krökkum sem langaði að taka þátt í að hjóla.

Þeir héldu áfram sumarið 2013, áfram í góðu samstarfi við Heilsuskólann, og það sumar varð til hugmyndin um að fara í WOW-cyclothon árið eftir. Áfram verður haldið núna og svo sannarlega er samstarfið við Heilsuskólann áfram frábært, enda ekkert minna en stórkostlegt starf sem þar er unnið. Það sem hefur breyst er það að allir geta haft samband og óskað eftir því að vera með. Það er auðvitað von okkar að ná til sem flestra þeirra sem ekki finna sig í öðrum íþróttum, langar að gera eitthvað en vita ekki hvað eða hvernig, þannig að þeir nái að koma sér af stað.

Þess má geta að Reiðhjólaverslunin Örninn hefur verið afar hjálpleg við okkur í Hjólakrafti og hefur frá upphafi lagt lið með ýmsum hætti, eins og t.d með því að lána hjól þegar á hefur þurft að halda. Án slíks stuðnings væri ansi erfitt að halda svona starfi áfram.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Myndir frá hjólaferðinni eru komnar inná myndasafn.

DSCN0616 Large

Árshátíð nemenda 8.-10. bekkjar

Ritað .

Síðasta fimmtudag fór fram árshátíð 8-10.bekkjar og eiga krakkarnir allir mikið hrós skilið fyrir góða hátíð. Það voru þær Karolina og Karen í 10.LU sem sáu um veislustjórnun og höfðu góð tök á undirbúnum sem og óundirbúin uppákomum.

Sérstakur leynigestur kvöldsins var Ari Eldjárn sem tryllti hópinn af gleði á meðan krakkarnir gæddu sér á lambakjöti og kalkún frá kokkunum í Grillvagninum. Kennaragrín og nemenda-grín var á sínum stað og mikið hlegið að vanda en kvöldið endaði að sjálfsögðu á balli sem stóð til 23.00.

Árshátíðarnefnd í 10. bekk á hrós skilið fyrir gott skipulag og góðan frágang að hátíð lokinni.

Myndir af árshátíðinni eru komnar í myndasafn skólans.

2017 3 16 66382C Large

Danskeppni

Ritað .

Í lok gleðiviku í dag var árleg danskeppni skólans. 13 atriði tóku þátt og var gaman að sjá að hvað nemendur hafa lagt mikinn metnað í atriðin þetta árið. Halli íþróttakennari hefur haft veg og vanda af skipulagningu keppninnar og hafa í vikunni farið fram undankeppnir í íþróttatímum bekkjanna.

Keppendur stóðu sig glæsilega og var hvert atriðið öðru betra. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og björtustu vonina.

Úrslit urðu þau að Sóley og Ríkey úr 6.SV hrepptu 1. sætið. Hópurinn Tebollinn sem saman-stendur af strákum úr 7.HG hlaut 2. sætið og hópurinn Stubbarnir sem í eru strákar úr 6.SV hlaut 3. sætið. Verðlaunin Bjartasta vonin hlaut hópurinn Cool Kids sem í eru stúlkur og strákar úr 6.HG.

Fleiri myndir eru að finna á myndasafni skólans.

dansmynd

Gleðivika í Ingunnarskóla

Ritað .

Nú er gleðivika í Ingunnarskóla í fullum gangi í öllum árgöngum. Þá er venjulegt skólastarf brotið upp og unnið að ýmsum skemmtilegum verkefnum.

1. bekkur hefur verið að æfa skemmtilegt leikrit í vikunni en á föstudag er foreldrum boðið á sýningu. Mikill metnaður hjá krökkunum sem hafa lagt hart að sér við æfingar síðustu vikur.

2.-3. bekkur hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa kennaranema með sér í gleðivikunni sem lögðu fyrir þau gleðiverkefni. Þau voru með hæfileikakeppni á sal, fóru í bingó, spiluðu saman og höfðu það kósý með snakk og bíómynd.

4.-5. bekkur hefur verið að vinna á ýmisskonar stöðvum. Boltafjör, dansstöð, jóga, vinabönd skák og spil, útimálun, Minecraft, sælubakstur og teningaspil. Nóg úr að velja hjá krökkunum sem höfðu mjög gaman af.

6. bekkur hefur verið að vinna með nemendum úr Listaháskóla Íslands. Þau hafa verið að semja með þeim tónverk sem var frumflutt fyrir nemendur og foreldra í dag. Mjög flott hjá krökkunum sem stóðu sig mjög vel í verkefninu.

7. bekkur er búinn að vera í stöðvavinnu. Þau voru að vinna í tölvum, Kahoot, félagsvist, slímgerð og snyrtistöð þar sem þau voru m.a. að búa til andlitsmaska.

8.-10. bekkur hafa valið sér áratug frá 1920-2000 og gera kynningar þar sem þau tengdu saman tímabilið og sín eigin áhugasvið. Kynning á verkefninu fyrir foreldra var í dag og var gaman að sjá hvernig ólík tímabil mótuðu fjölbreytt og skapandi áhugasvið nemenda. Deginum lýkur svo hjá nemendum 8.-10. bekkjar með árshátíð í kvöld.

Á morgun verður svo hin árlega danskeppni 6.-10. bekkjar haldin á sal skólans. Þrotlausar æfingar hafa verið hjá nemendum í íþróttatímum síðustu vikurnar og því verður keppnin eflaust mjög spennandi.

Sjá myndir frá gleðivikunni í myndasafni.

gleðivika2

Árshátíð 8.-10. bekkjar

Ritað .

Á morgun, fimmtudaginn 16.mars, verður árshátíð nemenda í unglingadeild Ingunnarskóla haldin með pompi og prakt.  Húsið opnar kl. 18:30 og hefst matur kl. 19:00 en gleðin stendur svo til kl. 23:00 um kvöldið. Það kostar 3.800 krónur fyrir nemendur á árshátíðina. Grillvagninn sér um veitingarnar en í matinn verður kalkúnn og lambakjöt með frönskum, fersku grænmeti og öðru meðlæti. Í eftirrétt verður súkkulaðikaka og ís. 

Á meðal skemmtiatriða verður nemendagrín og kennaragrín, leynigestur mætir á svæðið þegar líða tekur á kvöldið og enda herlegheitin á balli.

gylltar blodrur

© 2009 Ingunnarskóli, Maríubaugi 1 - 113 Reykjavík | Sími: 411-7828 | Fax: 411-7838 | Sendu okkur póst | Áskrift að fréttum |